Er BB hið nýja DV

Það er alveg með ólíkindum hvað sumir fréttamiðlar taka uppá að gera.. Það tók nú tappann úr þegar Bæjarins Besta á ísafirði setti á BB.is nýjustu net könnun sína og gefa þar upp þrjá möguleika.  En Spurningin sjálf er í meira lagi ósmekkleg og minnir frekar á æsifréttamennsku DV en héraðsfrétta blað sem vill láta taka sig alvarlega.

Sem sagt spurt er „Ættu Súðavíkurgöng að vera framar í forgangsröðinni en Dýrafjarðargöng?´"

Og gefnir svarmöguleikarnir „Já-Nei-Alvegsama"

Er ekki nauðsynlegt að við halda þeirri samstöðu sem við Vestfirðingar höfum þó. Það er algjör óþarfi og virkilega ósmekklegt að etja okkur saman á þennan hátt. Svona uppákomur gera ekkert nema æsa uppí  fólki og getur bara endað þannig að allt fer i háaloft.

Eða er sumum „ábyrgum" netmiðlum fyrir munað að sjá að það er lífsnauðsynlegt fyrir viðhald  byggðar á Vestfjörðum að tengja saman byggðirnar. Og þarf nú ekki frekari sannana við en þegar Hrafnseyrarheiðin opnast óvænt eða kemur að sumaropnun og fólk á suðurfjörðum kemst norður yfir liggur straumurinn á Ísafjörð, og ættu nú kaupmenn að geta staðfest það.  Ég ætla rétt að vona að BB sjái sóma sinn í að fjarlægja þessa könnun af netinu og birta ekki niðurstöðu i næsta blaði, auk þess ættu þeir að biðja alla Vestfirðinga afsökunar á þessu. En ef ekki þá eru kannski til þeir ráðamenn sem geta hunsað svona rusl. Þó reynslan sýni að skortur er oft á skynsemi hjá  yfirmönnum vegagerðarinnar á ísafirði.

Ég er ekki að segja að göng til Súðavíkur séu ekki nauðsynleg, langt í frá ætti að gera göng og það sem fyrst, en að jafnvel nefna þann möguleika að tefja Dýrafjarðargöngin enn frekar er hrein og klár ósvífni. Það er ósk-p einfalt að loka bara veginum til Súðavíkur þessa tvo til þrjá daga á ári sem snjóflóða hætta er.

 

Ég hvet alla sem lesa þetta hvort sem þeir merkja við já,nei eða alvegsama að senda BB á netfangið bb@bb.is  harðort mótmæla bréf og krefjast  þess að könnunin verði umsvifalaust tekin niður og niðurstöðum hennar  eytt hið snarasta. Einnig að þeir birti á vefnum afsökun til lesanda sinna..

 

Kv

  Siggi K

 

E.s. Ekki láta hana Halldóru kennara lesa þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband