Betra er að berjast en deyja.. eða hvað??
30.1.2008 | 23:55
Tja nú er minn kominn á seinni önn í skólanum, erum sko fimm frá deyjandi sjávarþorpi á heljarþröm, i níu nema bekk. Ekki slæmt það sko enda ekki nema 90km i akstur þrisvar í viku ( og ekki á rauðum sportbíl) i misjöfnum veðrum, yfir heiði og oftast i hálku því eins og nefnt er i handbók vegagerðarinnar þá eyðir umferð hálku og óþarfi að sanda. Svo ég reikna með að hálkan verði sennilega eydd af völdum umferðar eitthvað i kringum apríl/maí.
En meira röfl.. Hvernig væri að verkalýðs bossarnir rifu sig upp af r... og gerðu nú einu sinni kröfur sem við fávísir verkamenn skiljum.T.d. að semja um krónutölu hækkun en ekki þessar ruglandi prósentur sem enn og aftur koma þeim hærra launuðu til góða. Það mætti nú alveg hugsa sér að það yrði einfaldlega bannað að semja um annað en krónutölu hækkun á öllum vígstöðvum svo sá sem er á 120 þús fái sama og sá á 220 þús. en þessi á 220 þús fái ekki alltaf helmingi meira.. Ekki væri nú verra að alþingi og aðrir gerðu það líka, en það er sennilega borin von því þá er svo erfitt fyrir þá að fela óðahækkanir sínar..
Og hvað er með þetta að banna nektardans vegna hættu á vændi og eiturlyfjaneyslu. því líkt og annað eins, ég geri mer grein fyrir að ég er kk og kannski ekki dómbær á hvað er klám og hvað er list. Sem sagt ég hef gaman af að horfa á fallegan kvenmann dansa eða tjá sig og reyndar karlmann líka ef útí það er farið. En eiga þá ekki dans meyjarnar skaðbótakröfu rétt á ríkið ef löglegt starf þeirra er bannað af eintómum tepruskap eða réttara sagt klámfengnum hugsunar hætti þeirra sem banna vilja og hræðslu þeirra við að fólk geti ekki hugsað sjálft nema þegar þingmönnum hentar eins og i kringum kosningar. Kannski það ætti bara að banna flugumferð eða skipaflutninga það er nú ekki bara mögulegt heldur sannað að þessi tæki eru notuð til flutnings eiturlyfja til landsins annað en dansinn þar sem það er bara líklegt. Kannski best að banna bara allt sem getur valdið einhverri truflun á mannlífinu og byrja þá að banna alþingi vegna þeirrar endemis vitleysu sem veður útúr þingmönnum.
Að lokum svona til að kynda upp marga sem ég þekki.. Þessi umræða um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja og allra starfsgreina (nema þeim sem kvk finnst of lágt launaðar og ekki nægjanlega valdamiklar) ER ÞVÍ LÍK ENDEMIS VITLEYSA OG RUGL AÐ ENGU LÍKIST nema þá ofstæki nasista gegn gyðingum á sínum tíma. Ef þetta er það sem koma skal þá er eins gott að grafa sig i jörð eða skríða aftur uppí trén. Þær geta nú bara komist áfram á eigin verðleikum enda best fyrir alla að hafa hæfasta fólkið i starfi en ekki kvótasauði. Ég hef nú reyndar ekkert á móti jafnréttisbaráttu en forréttindabarátta eins og margir femínistar berjast fyrir er engum til góða.. Þetta gildir líka um ykkur karlana sem heimtið að vera jafn margir og konurnar (þó þær virðist nú ekki lita á að það sé nauðsynlegt ef kvk er i meirihluta)
Femínistar við karlarnir megum líka hafa skoðanir þó þær komi ykkur illa..
kv
Siggi K
e.s. ekki benda íslensku kennaranum mínum á þessa síðu :(
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.2.2008 kl. 22:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.