Hmm er einstefnan ekki lengur hentug fyrir Ísafjörð
3.1.2008 | 22:23
Tja nú er ég hissa !!!!
Samkvæmt "frétt" í BB.is er nauðsynlegt að brúa Dýrafjörð utar svo hugsanlegir starfsmenn i olíudraumnum geti sótt vinnu i Dýrafjörð frá "atvinnusvæði Ísafjarðar".
Það er greinilega annað hljóð i skrokknum þegar Reykjarvíkur heilkennið á að fara að virka útávið frá Ísafirði. Veit ekki betur en okkur sem eru búsett í Dýrafirði hafi verið sagt það að þetta væri eitt atvinnusvæði þessi svokallaði Ísafjarðarbær, en um leið og möguleiki er á að Ísfirðingar gætu hugsanlega farið að sækja vinnu í Dýrafjörðinn, er eins og fjörðurinn hafi lengst, heiðin hækkað og göngin mjókkað. Okkur er greinilega nógu gott að sækja alla þjónustu og oft atvinnu á Ísafjörð með þeirri einstefnu sem ríkir í almennings samgöngum Ísafjarðarbæjar um þennan sama fjörð,sömu heiði og sömugöng sem víst fram til dagsins i dag hefur bara verið nógu ansk.. gott, fólki hefur jafnvel verið tilkynnt að það eigi á hættu að missa atvinnuleysis bætur ef það skakklappast ekki i vinnu á Ísafirði, þar sem einhverjir gáfumenn tilkynntu að þetta væri eitt atvinnusvæði.
Kannski að fína fólkið á Ísafirði fatti að það er helber fávita gangur að byrja á að aka norður ef fara á suður og hætti þessari vitleysu sem djúpvegur er, mér finnst nú nógu gott fyrir þá að ef þeir vilja vinna í Hvestu geti þeir bara farið sinn djúpveg og Barðaströnd enda það sem þeir eru búnir að þröngva uppá okkur undanfarna áratugi.
Ekki það eg sé neitt sérstaklega hliðhollur olíu dæminu i Dýrafirði eða Hvestu en þetta er nátturlega spurning um að lifa af, og maður getur nu alltaf farið ef manni likar ekki (enn ein ástæðan til að fara ) ef menn vilja.
Samt læðist sá grunur að mér að þetta sé enn ein leiðin til að blása þetta af ekki að maður hafi neina trú hvort sem er á að af þessu verði ..
Siggi K
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.