Að lifa eða þrauka.


Því er haldið fram að fregnir af slæmum atvinnu horfum herna fyrir vestan valdi því að fólk hugsi sér til hreyfings. Við vestfirðingar þurfum ekkert að hlusta á bölfréttir af fjölmiðlum til að vita hvernig ástandið er. Við lifum herna og þekkjum þetta flest af eigin raun því miður er það ekki bara atvinnan sem hrekur fólk i burtu. Það eru margir þættir sem koma þar inní. versnandi þjónusta af hálfu ríkisins, dýrari þjónusta af hálfu sveitafélaga, lakari og dýrari þjónusta hjá opinberum fyrirtækjum sem hafa verið einkavædd i hagræðingaskyni (fyrir hvern?), ólög sem misvitrir þingstrútar setja á og skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja á landbyggðinni, endalaust svikin loforð um bót og betrun. Ofur áhersla sveitastjórnastrúta til að laða að nýja íbúa á kostnað þess að halda í það fólk sem þegar er búsett á kjálkanum. Sveitastjórnarstrútarnir virðast halda að nóg sé að koma fólkinu á kjálkan og svo sé allt svo frábært að fólk er til að þrauka til eilífðar, lausnin sé bara að búa til nóguflott "svið" og töff starfsheiti innan sveitafélagsins , háskólasetur ofl í þeim dúr, þá haldi allir að þetta se´svo stórt og æðislegt, því miður er ekki svo, vissulega er gott að búa herna fyrir vestan og þá aðalega vegna þess að fólkið er hreint út sagt frábært og nátturan alveg æði (engin furða að malar liðið flykkjist i íbúðarhúsin hingað til að slappa af)  en það þarf meira til, Ég er einn af þeim sem eru að hugsa sér til hreyfings, ekki af því að ég haldi að það bíði mín gull og grænir skógar, og ekki af því ég hafi ekki atvinnu, hef sko yfirdrifið nóg að gera. Það eru margar ástæður og flestar tengjast þingstrútum og sveitastjórnastrútum menntun og börnum, aðrir vilja að maður flytji í Reykjavíkina og hinir að allir fari á Ísafjörð og aðrir staðir eru bara til vandræða. Nei mér finnst kominn timi á að sjá hvort ég get ekki LIFAÐ í stað þess að ÞRAUKA.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband